Erlent

Segir Norður-Kóreumenn vilja magna deilurnar við umheiminn

MYND/AP

Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Norður-Kóreumenn ætli sér magna enn deilur sínar við umheiminn. Hún sagði í morgun að kínversk stjórnvöld hefðu ekki staðfest að Norður-Kóreumenn ætluðu sér ekki að sprengja fleiri kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni, andstætt því sem áður hefur verið talið.

Rice kom til Moskvu frá Pekíng í morgun. Í Kína ræddi hún meðal annars við kínverskan erindreka sem ræddi við Kim Jong-il leiðtoga Norður-Kóreu. Rice sagði að erindrekinn hefði ekki sagt sér að Norður-Kóreumenn hefðu tilkynnt um tilraunastopp né að þeir hefðu beðist afsökunar á að hafa sprengt kjarnorkusprengju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×