Erlent

Putin segir stjórnvöld í Georgíu tefla á tvær hættur

MYND/AP

Putin Rússlandsforseti sagði leiðtogum Evrópusambandsins í gærkvöldi að stjórnvöld í Georgíu væru að tefla á tvær hættur með því að reyna að ná aftur stjórn héraða þar sem uppreisnarmenn ráða ríkjum. Hann sagði að stjórnvöld í Tibilisi stefndu að blóðsúthellingum með uppbyggingu herafla við héruðin Abkasíu og Suður-Ossetíu. Stjórnvöld í Georgíu svöruðu með því að segjast engar áætlanir hafa um hernaðaraðgerðir og að Pútin teldi augljóslega að leiðtogar Evrópusambandsins væru illa upplýstir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×