Erlent

Rice í Moskvu til að ræða málefni Norður-Kóreu

Condolezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekkert liggja fyrir um að Norður-Kóreumenn ætli sér að hætta við tilraunir með kjarnorkuvopn. Hún kom til Moskvu í morgun, meðal annars til að ræða málefni Norður-Kóreu.

Rússland er fjórða landið, sem Rice heimsækir til að tryggja stuðning við samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem felur í sér að Norður-Kórea verði beitt refisaðgerðum. Áður ræddi hún við stjórnvöld í Japan, Suður-Kóreu og Kína. Í Kína átti Rice meðal annars fund með erindrekanum sem ræddi við Kim Jong-il leiðtoga Norður-Kóreu. Rice sagði að erindrekinn hefði ekki sagt sér að Norður-Kóreumenn hefðu tilkynnt um tilraunastopp né að þeir hefðu beðist afsökunar á að hafa sprengt kjarnorkusprengju. Ljós sé að Norður-Kóreumenn ætli sér að magna enn deilur sínar við umheiminn. Ekki hefði fengist staðfest að Norður-Kóreumenn ætluðu að láta af því að sprengja kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni, andstætt því sem áður hefur verið talið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×