Erlent

Leita að nýju að líkamsleifum

Leit er hafin að nýju að líkamsleifum fólks sem fórst í hryðjuverkaárásinni á Tvíburaturnanna í New York fyrir rúmlega fimm árum, eftir að mannabein fundust í holræsum við svæðið þar sem turnarnir stóðu. Verkamenn sem unnu við framkvæmdir norðan við svæðið þar sem turnarnir stóðu, fundu mannabein í holræsum á miðvikudag, meðal annars fótleggi og handleggi að því talið er.

Ræsin sem eru um sex hektarar að stærð urðu fyrir skemmdum þegar turnarnir féllu. Nú átti að hreinsa út úr þeim, enda framkvæmdir í fullum gangi þar sem svokallaður Frelsisturn á að rísa. Hópur fólks sem missti ásvini sína í hörmungunum krefst opinberrar rannsóknar og vilja að framkvæmdirnar verði stöðvaðar.

Hreinsunarstarfið hófst að kvöldi 11. september árið 2001 og stóð í 9 mánuði. Tuttugu þúsund líkamspartar fundust, margir hverjir svo illa farnir af hita og raka að ekki var hægt að bera kennsl á þá með þeirri tækni sem vísindamenn nota í dag. Þeir eru því geymdir. Þar eru einnig hundruð beinflísa sem nýlega fundust á þaki húss í nágrenni Ground Zero. Þrátt fyrir beinafundinn verður ekkert lát á framkvæmdum á svæðinu.

.

"We will go out and look at other manholes, and other things... you know whether or not two years from now or during construction somebody finds

something else you just don't know."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×