Erlent

Norðmenn selja Bandaríkjunum orrustuþotur

Bandaríkjamenn ætla að kaupa fimmtán orrustuþotur af Norðmönnum. Þetta er nú ekki jafn skrýtið og virðist við fyrstu sýn, því þoturnar keyptu Norðmenn af Bandaríkjunmum fyrir einhverjum áratugum.

Það er því ekki svo að frændur okkar séu lagstir í hergagnaframleiðslu fyrir stórveldin. Þoturnar eru af gerðinni F-5 og þótt þær séu komnar til ára sinna hefur þeim verið vel við haldið og bætt í þær ýmsum tækninýjungum, sem finna má í nýrri gerðum flugvéla.

F-5 þoturnar eru bæði hraðfleygar og liprar, og þykja tilvaldar sem kennsluvélar. Það mun vera það hlutverk sem þær gegna í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×