Erlent

Spánarkonungur sagður hafa skotið drukkið bjarndýr

Juan Carlos, konungur Spánar, hefur verið sakaður um að hafa skotið mannelskt drukkið bjarndýr til bana, þegar hann var í veiðiferð í Rússlandi, í sumar.

Rússneska blaðið Kommersant segir að björninn hafi heitið Mitrofan og verið sinnsæll hjá börnum í sumarbúðum í Vologda héraði, enda hafi hann verið mjög mannelskur.

Blaðið segir að hinn gæfi björn hafi verið fluttur í búri á veiðisvæði Spánarkonungs og þar hafi verið hellt í hann Vodkaflösku til þess að gera hann að auðveldara skotmarki. Juan Carlos er sagður hafa fellt hið drukkna bjarndýr með einu skoti.

Talsmaður konungs neitaði, í dag, að gefa nokkrar upplýsingar um veiðiferð konungsins, enda hefði þetta verið einkaheimsókn. Hann dró samt mjög í efa sannleiksgildi fréttar rússneska blaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×