Erlent

Paul stefnir á ferðamannastaði í Mexíkó

Hitabeltisstormurinn Paul stefnir nú að Baja California skaganum við Kyrrahafsströnd Mexíkós. Búist er við að veðurhamurinn fari yfir skagann nálægt Los Cabos, sem er vinsæll ferðamannastaður. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum segja að vart hafi verið við storminn yfir Kyrrahafi á laugardag og að hann muni ná miklum styrk á þriðjudag.

Baja California skagi liggur niður frá suðurodda Kaliforníufylkis í Bandaríkjunum, en tilheyrir Mexíkó. Á honum er ferðamannastaðir sem eru vinsælir meðal Bandaríkjamanna. Í september munaði tvisvar sinnum litlu að Los Cabos yrði fyrir fellibyljum.

Starfsfólk á InterContinental hótelinu í San Jose del Cabo segjast vera að búa sig undir komu Pauls, meðal annars með því að safna saman lausu dóti sem getur valdið skemmdum ef það tekst á loft í óveðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×