Erlent

Varað við fellibylnum Páli á Kaliforníuskaga

Fellibyljastofnun Bandaríkjanna hefur varað íbúa á Kaliforníuskaga við hitabeltisstorminum Páli sem í gærkvöld styrktist og varð að fellibyl. Páll hefur verið á leið upp eftir vesturströnd Mexíkós síðustu daga og fylgjast veðurfræðingar náið með ferðum hans. Tveir fellibyljir fóru um sömu slóðir í síðasta mánuði, fellibyljirnir Jón og Lane. Fimm manns létust og á annað hundrað hús skemmdust í yfirreið Jóns en Lane olli aðeins litlum skemmdum á sumardvalarstað á Kaliforníuskaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×