Erlent

Ekki verði þrýst á að Írakar taki við stjórn öryggismála

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Barham Salih, varaforsætisráðherra Íraks, á fundi í Downing-stræti 10 í morgun.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Barham Salih, varaforsætisráðherra Íraks, á fundi í Downing-stræti 10 í morgun. MYND/AP

Bresk stjórnvöld hyggjast ekki þrýsta á um að Írakar taki á næstunni við stjórn öryggismála í Suður-Írak á fundi Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, með Barham Salih, varaforsætisráðherra Íraks, í Lundúnum í dag. Þetta segja talsmenn Blairs og fullyrða að Bretar muni standa sína pligt þar til írakskar öryggissveitir eru tilbúnar til að taka við af breskum hermönnum. Umræður um brotthvarf breska hersins frá Írak hafa verið háværar eftir að yfirmaður hersins, Sir Richard Dannant, sagði á dögunum að vera hans drægi úr öryggi í landinu og að kalla ætti herinn heim fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×