Erlent

Dómur kveðinnn upp yfir Skilling vegna Enron-máls

Jeffrey Skilling, fyrrverandi framkvæmdastjóri Enron.
Jeffrey Skilling, fyrrverandi framkvæmdastjóri Enron. MYND/AP

Dómur verður kveðinn upp í Houston í Bandaríkjunum í dag yfir Jeffrey Skilling, fyrrverandi framkvæmdastjóra orkurisans Enron, sem varð gjaldþrota fyrir fimm árum.

Skilling var í maí síðastliðnum sakfelldur fyrir 19 brot, meðal annar fjársvik, samsæri og innherjaviðskipti í tenglsum við gjaldþrotið en hann og Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri Enron, lugu að starfsmönnum Enron og fjárfestum til að fela gríðarlegan taprekstur fyrirtækisins en högnuðust sjálfir á því að selja hlutabréf sín áður en upp komst um tapið. Lay var einnig sakfelldur í málinu en hann lést úr hjartaáfalli í sumar.

Búist er við að Skillingi fái á bilinu 20-30 ára fangelsi ásamt gríðarhárri sekt. Enron-málið vakti mikla athygli á sínum tíma enda skuldaði fyrirtækið yfiir tvö þúsund milljarða króna þegar það varð gjaldþrota og í kjölfarið misstu um 21 þúsund manns vinnuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×