Erlent

Yfirvöld í Íran banna umbótasinnað dagblað

Yfirvöld í Íran hafa bannað umbótasinnað dagblað sem var aðeins viku gamalt. Bannið var á þeim grundvelli að blaðið væri einfaldlega nýtt nafn á öðru blaði sem hefði verið bannað í september síðastliðnum.

Margir starfsmenn hins nýja blaðs, Rouzegar, höfðu líka unnið á því gamla, Sharq, sem var leiðandi í kröfum um pólitískar umbætur í Íran. Þetta er enn eitt áfallið fyrir umbótamenn í Íran en þeir misst mikið fylgi í Íran undanfarið, ef marka má forsetakosningarnar á síðasta ári. Gagnrýnendur á írösnk stjórnvöld segja að með þessum aðgerðum sínum séu þau að reyna auka líkur sínar á velgengni í komandi kosningum til æðsta ráðsins í Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×