Erlent

Íran heldur kjarnorkutilraunum áfram

Íranski utanríkisráðherrann á fréttamannafundi á laugardaginn var að tilkynna um frekari kjarnorkutilraunir þrátt fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir.
Íranski utanríkisráðherrann á fréttamannafundi á laugardaginn var að tilkynna um frekari kjarnorkutilraunir þrátt fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir. MYND/AP

Ráðamenn í Íran hafa sett í gang aðra úranínum-auðgunarsamstæðu þrátt fyrir hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Sem stendur virðast þó aðeins prófanir vera í gangi. Erlendir sendimenn í Íran telja að þetta sé gert núna þar sem umræðum milli Evrópusambandsins og Írans vegna kjarnorkuáætlunar þeirra síðarnefndu var hætt. Skilaboðin sem ráðamenn í Íran eru að senda með þessu athæfi sínu eru þau að þeir muni ekki hætta við kjarnorkuáætlanir sínar og óttast nú erlendir sendimenn í Íran að strangar refsiaðgerðir af hálfu Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins gætu styrkt Ahmadinejad, forseta Írans, innanlands. Mohamed ElBaradei, framkvæmdastjóri alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, hefur þó gefið í skyn að Vesturveldin hafi tíma til þess að ná málamiðlun við Íran.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×