Erlent

Boraði niður á sprengju

MYND/AP

Borgarstarfsmaður í Aschaffenburg í Þýskalandi lét lífið þegar hann var að brjóta upp steinsteypu á hraðbrautinni milli Würzburg og Frankfurt. Stórvirk vinnuvél sem maðurinn var að vinna með sprakk þegar hún kom niður á sprengju úr Síðari heimsstyrjöldinni sem lá ósprungin undir steinsteypunni. Sprengjan sprakk þegar með fyrrgreindum afleiðingum. Vinnuvélin gjöreyðilagðist.

Fjórir flutningabílar og einn fólksbíll í næsta nágrenni eyðilögðust þegar brak skall á þeim. Fimm vegfarendur þurftu áfallahjálp.

Talsmaður lögreglu segir ekki vitað hvernig sprengju var um að ræða. Óspurngnar sprengjur úr Síðari heimsstyrjöldinni finnast enn með reglulegu millibili í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×