Mótmælaskeytin streyma inn 23. október 2006 18:45 Hátt í níutíu þúsund mótmælaskeyti hafa verið send af heimasíðu Greenpeace-samtakanna til utanríkisráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga. Jónína Bjartmarz talaði fyrir daufum eyrum á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna í dag þegar hún kynnti málstað ríkisstjórnarinnar. Mótmælaaldan sem upphófst í síðustu viku vegna ákvörðunar um hvalveiðar er að verða að sannkallaðri flóðbylgju. Hundruð greina og frétta hafa birst í fjölmiðlum um allan heim eftir að sjálfar veiðarnar hófust en rauði þráðurinn í þeim er yfirleitt sá sami: Íslendingar hafa rofið tveggja áratuga langt hvalveiðibann með því að veiða tegundir í útrýmingarhættu. Viðbrögð almennings hafa heldur ekki látið á sér standa. Tugþúsundir mótmælaskeyta hafa borist utanríkisráðuneytinu og sendiráðum Íslands í útlöndum. Stærstur hluti þeirra er staðlað bréf Greenpeace samtakanna sem hægt er að senda í gegnum heimasíðu þeirra. Nú undir kvöld höfðu yfir 86.000 manns sent slíkt skeyti. Þá hefur svipaður póstur borist hvalaskoðunarfyrirtækjum þar sem þeim er jafnvel óskað gjaldþroti. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra var á ráðherrafundi Norðurlandanna í Lúxemborg í morgun. Þar var líka Andreas Carlgren, sænskur starfsbróðir hennar, sem í viðtölum við fjölmiðla hefur veist harkalega að Íslendingum vegna veiðanna og bent á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Heyra mátti á Jónínu að hún hafi talað fyrir daufum eyrum ytra. Fundur ráðherranna í dag var til undirbúnings umhverfisráðherrafundar ESB sem hófst strax í kjölfarið. Þar voru hvalveiðar Íslendinga til umræðu að beiðni Austurríkismanna. Engar ákvarðanir voru þó teknar á þeim fundi. Erlent Fréttir Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Hátt í níutíu þúsund mótmælaskeyti hafa verið send af heimasíðu Greenpeace-samtakanna til utanríkisráðuneytisins vegna hvalveiða Íslendinga. Jónína Bjartmarz talaði fyrir daufum eyrum á fundi umhverfisráðherra Norðurlandanna í dag þegar hún kynnti málstað ríkisstjórnarinnar. Mótmælaaldan sem upphófst í síðustu viku vegna ákvörðunar um hvalveiðar er að verða að sannkallaðri flóðbylgju. Hundruð greina og frétta hafa birst í fjölmiðlum um allan heim eftir að sjálfar veiðarnar hófust en rauði þráðurinn í þeim er yfirleitt sá sami: Íslendingar hafa rofið tveggja áratuga langt hvalveiðibann með því að veiða tegundir í útrýmingarhættu. Viðbrögð almennings hafa heldur ekki látið á sér standa. Tugþúsundir mótmælaskeyta hafa borist utanríkisráðuneytinu og sendiráðum Íslands í útlöndum. Stærstur hluti þeirra er staðlað bréf Greenpeace samtakanna sem hægt er að senda í gegnum heimasíðu þeirra. Nú undir kvöld höfðu yfir 86.000 manns sent slíkt skeyti. Þá hefur svipaður póstur borist hvalaskoðunarfyrirtækjum þar sem þeim er jafnvel óskað gjaldþroti. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra var á ráðherrafundi Norðurlandanna í Lúxemborg í morgun. Þar var líka Andreas Carlgren, sænskur starfsbróðir hennar, sem í viðtölum við fjölmiðla hefur veist harkalega að Íslendingum vegna veiðanna og bent á að það hafi einmitt verið fyrir mistök sænsku sendinefndarinnar á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins árið 2002 að Svíar mæltu með inngöngu Íslendinga í ráðið. Heyra mátti á Jónínu að hún hafi talað fyrir daufum eyrum ytra. Fundur ráðherranna í dag var til undirbúnings umhverfisráðherrafundar ESB sem hófst strax í kjölfarið. Þar voru hvalveiðar Íslendinga til umræðu að beiðni Austurríkismanna. Engar ákvarðanir voru þó teknar á þeim fundi.
Erlent Fréttir Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira