Erlent

Fregnir af áhlaupi á sjónvarpsstöð í Írak

Bandarískar hersveitir gerðu í dag húsleit í höfuðstöðvum Al-Furat, sjónvarpsstöðvar sem tengd er Æðsta ráðs íslömsku byltingarinnar í Írak (SCIRI), stærsta stjórnmálaflokki sjía-múslima í Írak. Flokkurinn á sæti í ríkisstjórn Nuris al-Malikis, forsætisráðherra landsins. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og hefur eftir vitnum á vettvangi og starfsmönnum sjónvarpsstöðvarinnar.

Bandaríkjaher hefur ekki viljað tjá sig um það hvort húsleitin hafi verið gerð í dag og þá hvers vegna. Talsmenn hersins staðfestu þó aðgerðir í miðri höfuðborginni, Bagdad, sem miðuðu að þvi að tryggja öryggi og væri beint gegn tilteknum skotmörku. Al-Furat væri þó ekki eitt þeirra. Sjónvarpsstöðin hélt útsendingum áfram í dag.

Abdul Aziz al-Hakim, einn leiðtoga Æðsta ráðs íslömsku byltingarinnar í Írak, er einn voldugasti leiðtogi sjía í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×