Minnislaus maður finnur ættingja sína 23. október 2006 21:45 Jeff Ingram gekk undir nafninu "Al" þar til ættingjar hans fundu hann og báru kennsl á hann. MYND/AP Karlmaður sem þjáist að minnisleysi hefur loks fundið fjölskyldu sína eftir að hafa verið týndur og tröllum gefinn í mánuð. Fjölskyldan bar kennsl á manninn eftir að hann óskaði eftir hjálp í sjónvarpsútsendingu. Maðurinn gekk undir nafninu "Al". Nú er komið í ljós að hann heitir Jeff Ingram. Foreldar Jeffs eru búsettir í Alberta í Kanada. Þau sáu útsendinguna og hringdu þegar í unnustu hans í Olympia i Washington. Jeff fór frá Washington til Alberta 6. september síðastliðinn til að heimsækja dauðvona vin sinn. Hann komst hins vegar aldrei á áfangastað og hringdi aldrei til að láta vita af sér. Síðan leið og beið og ekkert spurðist til Jeffs. Unnusta Jeffs var þess fullviss að hann væri á lífi og að hann eigraði minnislaus um. Hún reyndist eiga kollgátuna enda hafði Jeff þjást af minnisleysi í vægri mynd skömmu áður en hann hvarf. Talið er að þar hafi álag og sorg átt stóran þátt í að ræna Jeff minninu. Lögreglan í Denver, þar sem Jeff fannst, er yfir sig ánægð með að málið hafi fengið góðan endi. Málinu er þó ekki alveg lokið því Jeff á erfiða daga, vikur og mánuði framundan í endurhæfingu. Óvíst er hvenær hann fær að snúa aftur heim til Washington, það sé ákvörðun lækna hans sem ráði þar um. Þó svo hann viti hverjir ástvinir sínir og ættingjar séu þekki hann þetta fólk ekki og því langt í land að hann nái fullum bata. Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Karlmaður sem þjáist að minnisleysi hefur loks fundið fjölskyldu sína eftir að hafa verið týndur og tröllum gefinn í mánuð. Fjölskyldan bar kennsl á manninn eftir að hann óskaði eftir hjálp í sjónvarpsútsendingu. Maðurinn gekk undir nafninu "Al". Nú er komið í ljós að hann heitir Jeff Ingram. Foreldar Jeffs eru búsettir í Alberta í Kanada. Þau sáu útsendinguna og hringdu þegar í unnustu hans í Olympia i Washington. Jeff fór frá Washington til Alberta 6. september síðastliðinn til að heimsækja dauðvona vin sinn. Hann komst hins vegar aldrei á áfangastað og hringdi aldrei til að láta vita af sér. Síðan leið og beið og ekkert spurðist til Jeffs. Unnusta Jeffs var þess fullviss að hann væri á lífi og að hann eigraði minnislaus um. Hún reyndist eiga kollgátuna enda hafði Jeff þjást af minnisleysi í vægri mynd skömmu áður en hann hvarf. Talið er að þar hafi álag og sorg átt stóran þátt í að ræna Jeff minninu. Lögreglan í Denver, þar sem Jeff fannst, er yfir sig ánægð með að málið hafi fengið góðan endi. Málinu er þó ekki alveg lokið því Jeff á erfiða daga, vikur og mánuði framundan í endurhæfingu. Óvíst er hvenær hann fær að snúa aftur heim til Washington, það sé ákvörðun lækna hans sem ráði þar um. Þó svo hann viti hverjir ástvinir sínir og ættingjar séu þekki hann þetta fólk ekki og því langt í land að hann nái fullum bata.
Erlent Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“