Erlent

Hastert ber vitni fyrir þingnefnd

Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mætir til fundar við þingnefnd í Washington í dag.
Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, mætir til fundar við þingnefnd í Washington í dag. MYND/AP

Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, bar í dag vitni fyrir siðanefnd þingsins þar sem eiga sæti þingmenn bæði Demókrata og Repúblíkana. Nefndin hefur til umfjöllunar kynlífshneyksli sem hefur haft áhrif á fylgi Repúblíkanaflokksins í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum í næsta mánuði.

Upp komst um það nú í haust að Mark Foley, fyrrverandi þingmaður Repúblíkana, hefði sent ungum dregjum sem unnu fyrir þingi klúr tölvupóstskeyti. Nefndi mun hafa spurt Hastert hvað hann vissi um málið og þá hvenær. Upplýst hefur verið að fyrrverandi starfsmannastjóri Foleys hafi varað Hastert við hegðun hans fyrir rúmum 3 árum. Sá lét af störfum árið 2004.

Það var svo snemma í þessum mánuði að Hastert lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að segja af sér vegna málsins, þvert á vilja margra Repúblíkana. Hann sagðist þó bera fulla ábyrgð á því að ekki hefi verið gripið í taumana fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×