Búist er við að kostnaður frambjóðenda vegna þátttöku í þingkosningunum í Bandaríkjunum í næsta mánuði slái öllum met og verði samanlagt jafnvirði tæpra 180 milljarðar íslenskra króna. Þetta er niðurstaða útreikninga samtaka sem fylgjast með stjórnmálum í Bandaríkjunum, þ.e. Center for Responsive Politics. Þau eru ekki tengd stjórnmálaflokkum.
Þetta þýðir að hvert atkvæði í Öldungadeild Bandaríkjaþings kostar 59 bandríkjadali, eða rúmar 4.000 íslenskra krónur, og hvert atkvæði í fulltrúadeild 35 bandríkjadali, eða tæplega 2.400 íslenskar krónur.
Barist er um yfirráð í báðum deildum og tvísýnt um úrslit kosninganna.