Morenatti látinn laus 24. október 2006 21:47 Emilio Morenatti, ljósmyndari AP, að störfum á Gaza-svæðinu í fyrra. MYND/AP Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis. Fjórir byssumenn gripu Morenatti þar sem hann var á leið út úr íbúð sinni á Gaza og bifreið á vegum AP í morgun. Hann var fluttur yfir í annan bíl og honum ekið á brott í skyndi. Enginn krafa var gerð um lausnargjald og ekki var í fyrstu vitað hverjir rændu honum. Það voru fulltrúar úr heimastjórn Hamas og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem þrýstu á um lausn Morenattis. Vitni segja að hann hafi verið fluttur á skrifstofu Abbasar í Gaza í kvöld en þangað hafi hann komið í fylgd háttsettra fulltrúa öryggissveita Palestínumanna. Tawfiq Abu Khoussa, talsmaður Fatah-hreyfingarinnar, segir mannræningjanna hafa framselt Morenatti til öryggissveitarmanna. Talsmaður á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, hefur eftir forsætisráðherranum að vitað sé hverjir hafi rænt Morenatti og að þeir verði sóttir til saka. Haniyeh mun hafa þakkað innaríkisráðherra í stjórn hans og öryggissveitarmönnum fyrir það hafa lagt hönd á plóg til að tryggja lausn Morenattis. Morenatti, sem er frá Jerez á Spáni, hefur unnið fyrir AP í Jerúsalme síðan í fyrra. Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas, sagði fyrr í dag að ránið á honum myndi ekki gagnast málstað Palestínumanna. Aðgerðir mannræningjanna gangi gegn menningu og trú Palestínumanna. Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, hafði samband við Abbas, forseta, og aðra fulltrúa Palestínumanna í dag vegna málsins. Flestir þeir útlendingar sem hafa lent í klóm palestínskra mannræningja hafa fengið frelsi á ný nokkrum klukkustundum síðar, í lengsta lagi nokkrum dögum eftir að þeim var rænt. Fyrr í mánuðinum rændu byssumenn bandarískum námsmanni sem var að vinna sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Hann var látinn laus skömmu síðar. Fréttamanni og myndatökumanni Fox fréttastöðvarinnar var rænt á Gaza-svæðinu í ágúst. Þeir voru í haldi í 2 vikur áður en þeir voru látnir lausir. Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Palestínskir byssumenn hafa látið spænska ljósmyndarann Emilio Morenatti lausann úr gíslingu. Morenatti, sem vinnur fyrir Associated Press, var rænt á Gaza-svæðinu í dag og haldið í gíslingu í tæpar 13 klukkustundir. Það var þrýstingur frá ráðamönnum Palestínumanna sem tryggi lausn hins 37 ára gamla Morenattis. Fjórir byssumenn gripu Morenatti þar sem hann var á leið út úr íbúð sinni á Gaza og bifreið á vegum AP í morgun. Hann var fluttur yfir í annan bíl og honum ekið á brott í skyndi. Enginn krafa var gerð um lausnargjald og ekki var í fyrstu vitað hverjir rændu honum. Það voru fulltrúar úr heimastjórn Hamas og Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, sem þrýstu á um lausn Morenattis. Vitni segja að hann hafi verið fluttur á skrifstofu Abbasar í Gaza í kvöld en þangað hafi hann komið í fylgd háttsettra fulltrúa öryggissveita Palestínumanna. Tawfiq Abu Khoussa, talsmaður Fatah-hreyfingarinnar, segir mannræningjanna hafa framselt Morenatti til öryggissveitarmanna. Talsmaður á skrifstofu Ismails Haniyehs, forsætisráðherra í heimastjórn Hamas, hefur eftir forsætisráðherranum að vitað sé hverjir hafi rænt Morenatti og að þeir verði sóttir til saka. Haniyeh mun hafa þakkað innaríkisráðherra í stjórn hans og öryggissveitarmönnum fyrir það hafa lagt hönd á plóg til að tryggja lausn Morenattis. Morenatti, sem er frá Jerez á Spáni, hefur unnið fyrir AP í Jerúsalme síðan í fyrra. Fawzi Barhoum, talsmaður Hamas, sagði fyrr í dag að ránið á honum myndi ekki gagnast málstað Palestínumanna. Aðgerðir mannræningjanna gangi gegn menningu og trú Palestínumanna. Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, hafði samband við Abbas, forseta, og aðra fulltrúa Palestínumanna í dag vegna málsins. Flestir þeir útlendingar sem hafa lent í klóm palestínskra mannræningja hafa fengið frelsi á ný nokkrum klukkustundum síðar, í lengsta lagi nokkrum dögum eftir að þeim var rænt. Fyrr í mánuðinum rændu byssumenn bandarískum námsmanni sem var að vinna sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum. Hann var látinn laus skömmu síðar. Fréttamanni og myndatökumanni Fox fréttastöðvarinnar var rænt á Gaza-svæðinu í ágúst. Þeir voru í haldi í 2 vikur áður en þeir voru látnir lausir.
Erlent Fréttir Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent