Frakkar sagðir hafa stutt þjóðarmorð í Rúanda 24. október 2006 22:12 Minnismerki um þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994. MYND/AP Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum. Jacques Bihozagra, fyrrverandi sendiherra Rúanda í París segir að Frakkar hafi blanað sér í málið af ótta við að áhrif þeirra í Afríku væru að minnka. Frakkar hafa þráfaldlega neitað því að hafa átt þátt í ódæðunum, beint eða óbeint, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Jean de Dieu Mucyo, fyrrverandi dómsmálaráðherra Rúanda, fer fyrir sérskipaða dómstólnum sem hlýðir nú á vitnisburð ýmissa manna í tengslum við rannsóknina á fjöldamorðunum. Málflutningur hófst í höfuðborginni, Kigali, í dag og eru þeim útvarpað og sjónvarpað. 25 menn og konur sem lifðu ódæðin af munu bera vitni um aðild Frakka að þeim. Mucyo segir mikilvægt að umheimurinn heyri af þessum óhæfuverkum, atburðirnir séu mikilvægur hluti af sögu Rúanda. Bihozagara segir Frakka ekki hafa sýnt iðru. Hann segir Frakka ekki hafa handtekið þá menn sem grunaðir eru um aðild að þjóðarmorðunum og eru nú búsettir í Frakklandi. Fréttaritari BBC í Kigali segir að því sé haldið fram að franskir hermenn hafi hjálpað ódæðismönnum að flýja til nágrannalanda eftir þjóðarmorðin. Franskir hermenn voru sendir til svæða í Rúanda rétt áður en þjóðarmorðunum linnti og það í umboði Sameinuðu þjóðanna til að koma upp öruggum svæðum. Stjórnvöld i Rúanda segja hins vegar að hermennirnir hafi leyft öfgasinnuðum Hútúum að komast inn á þau svæði þar sem Tútsar héldu til. Bihozagara segir að aðgerin hafi miðað að því að vernda ódæðismennina, því þjóðarmorðin hafi haldið áfram. Niðurstöðu sérskipaða dómstólsins er að vænta innan hálfs árs. Franskur herréttur rannsakar nú einnig ásakanir á hendur frönskum hermönnum. Réttað hefur verið yfir höfuðpaurum Hútúanna fyrir sérstökum stríðsglæpadómstól í málefnum Rúanda sem starfar í Arusha í Tansaníu. 25 þeirra hafa verið sakfelldir síðan árið 1997, en stjórnvöld í Rúanda segja málareksturinn ganga of hægt. Erlent Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum. Jacques Bihozagra, fyrrverandi sendiherra Rúanda í París segir að Frakkar hafi blanað sér í málið af ótta við að áhrif þeirra í Afríku væru að minnka. Frakkar hafa þráfaldlega neitað því að hafa átt þátt í ódæðunum, beint eða óbeint, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Jean de Dieu Mucyo, fyrrverandi dómsmálaráðherra Rúanda, fer fyrir sérskipaða dómstólnum sem hlýðir nú á vitnisburð ýmissa manna í tengslum við rannsóknina á fjöldamorðunum. Málflutningur hófst í höfuðborginni, Kigali, í dag og eru þeim útvarpað og sjónvarpað. 25 menn og konur sem lifðu ódæðin af munu bera vitni um aðild Frakka að þeim. Mucyo segir mikilvægt að umheimurinn heyri af þessum óhæfuverkum, atburðirnir séu mikilvægur hluti af sögu Rúanda. Bihozagara segir Frakka ekki hafa sýnt iðru. Hann segir Frakka ekki hafa handtekið þá menn sem grunaðir eru um aðild að þjóðarmorðunum og eru nú búsettir í Frakklandi. Fréttaritari BBC í Kigali segir að því sé haldið fram að franskir hermenn hafi hjálpað ódæðismönnum að flýja til nágrannalanda eftir þjóðarmorðin. Franskir hermenn voru sendir til svæða í Rúanda rétt áður en þjóðarmorðunum linnti og það í umboði Sameinuðu þjóðanna til að koma upp öruggum svæðum. Stjórnvöld i Rúanda segja hins vegar að hermennirnir hafi leyft öfgasinnuðum Hútúum að komast inn á þau svæði þar sem Tútsar héldu til. Bihozagara segir að aðgerin hafi miðað að því að vernda ódæðismennina, því þjóðarmorðin hafi haldið áfram. Niðurstöðu sérskipaða dómstólsins er að vænta innan hálfs árs. Franskur herréttur rannsakar nú einnig ásakanir á hendur frönskum hermönnum. Réttað hefur verið yfir höfuðpaurum Hútúanna fyrir sérstökum stríðsglæpadómstól í málefnum Rúanda sem starfar í Arusha í Tansaníu. 25 þeirra hafa verið sakfelldir síðan árið 1997, en stjórnvöld í Rúanda segja málareksturinn ganga of hægt.
Erlent Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna