Frakkar sagðir hafa stutt þjóðarmorð í Rúanda 24. október 2006 22:12 Minnismerki um þjóðarmorðin í Rúanda árið 1994. MYND/AP Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum. Jacques Bihozagra, fyrrverandi sendiherra Rúanda í París segir að Frakkar hafi blanað sér í málið af ótta við að áhrif þeirra í Afríku væru að minnka. Frakkar hafa þráfaldlega neitað því að hafa átt þátt í ódæðunum, beint eða óbeint, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Jean de Dieu Mucyo, fyrrverandi dómsmálaráðherra Rúanda, fer fyrir sérskipaða dómstólnum sem hlýðir nú á vitnisburð ýmissa manna í tengslum við rannsóknina á fjöldamorðunum. Málflutningur hófst í höfuðborginni, Kigali, í dag og eru þeim útvarpað og sjónvarpað. 25 menn og konur sem lifðu ódæðin af munu bera vitni um aðild Frakka að þeim. Mucyo segir mikilvægt að umheimurinn heyri af þessum óhæfuverkum, atburðirnir séu mikilvægur hluti af sögu Rúanda. Bihozagara segir Frakka ekki hafa sýnt iðru. Hann segir Frakka ekki hafa handtekið þá menn sem grunaðir eru um aðild að þjóðarmorðunum og eru nú búsettir í Frakklandi. Fréttaritari BBC í Kigali segir að því sé haldið fram að franskir hermenn hafi hjálpað ódæðismönnum að flýja til nágrannalanda eftir þjóðarmorðin. Franskir hermenn voru sendir til svæða í Rúanda rétt áður en þjóðarmorðunum linnti og það í umboði Sameinuðu þjóðanna til að koma upp öruggum svæðum. Stjórnvöld i Rúanda segja hins vegar að hermennirnir hafi leyft öfgasinnuðum Hútúum að komast inn á þau svæði þar sem Tútsar héldu til. Bihozagara segir að aðgerin hafi miðað að því að vernda ódæðismennina, því þjóðarmorðin hafi haldið áfram. Niðurstöðu sérskipaða dómstólsins er að vænta innan hálfs árs. Franskur herréttur rannsakar nú einnig ásakanir á hendur frönskum hermönnum. Réttað hefur verið yfir höfuðpaurum Hútúanna fyrir sérstökum stríðsglæpadómstól í málefnum Rúanda sem starfar í Arusha í Tansaníu. 25 þeirra hafa verið sakfelldir síðan árið 1997, en stjórnvöld í Rúanda segja málareksturinn ganga of hægt. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Fimmtán á spítala eftir að tveggja hæða rúta keyrði á brú Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira
Frakkar tóku virkan þátt í fjöldamorðunum í Rúanda árið 1994, að sögn fyrrverandi sendifulltrúa frá Rúanda sem bar vitni fyrir dómstól í heimalandinu. Yfirvöld í Rúanda ákveða síðan í framhaldinu hvort einhverjir verði kærðir til Alþjóðlega glæpadómstólsins vegna ódæðanna. 800 þúsund Tútsar og hófsamir Hútúar voru myrtir á 100 dögum í Rúanda fyrir 12 árum. Jacques Bihozagra, fyrrverandi sendiherra Rúanda í París segir að Frakkar hafi blanað sér í málið af ótta við að áhrif þeirra í Afríku væru að minnka. Frakkar hafa þráfaldlega neitað því að hafa átt þátt í ódæðunum, beint eða óbeint, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Jean de Dieu Mucyo, fyrrverandi dómsmálaráðherra Rúanda, fer fyrir sérskipaða dómstólnum sem hlýðir nú á vitnisburð ýmissa manna í tengslum við rannsóknina á fjöldamorðunum. Málflutningur hófst í höfuðborginni, Kigali, í dag og eru þeim útvarpað og sjónvarpað. 25 menn og konur sem lifðu ódæðin af munu bera vitni um aðild Frakka að þeim. Mucyo segir mikilvægt að umheimurinn heyri af þessum óhæfuverkum, atburðirnir séu mikilvægur hluti af sögu Rúanda. Bihozagara segir Frakka ekki hafa sýnt iðru. Hann segir Frakka ekki hafa handtekið þá menn sem grunaðir eru um aðild að þjóðarmorðunum og eru nú búsettir í Frakklandi. Fréttaritari BBC í Kigali segir að því sé haldið fram að franskir hermenn hafi hjálpað ódæðismönnum að flýja til nágrannalanda eftir þjóðarmorðin. Franskir hermenn voru sendir til svæða í Rúanda rétt áður en þjóðarmorðunum linnti og það í umboði Sameinuðu þjóðanna til að koma upp öruggum svæðum. Stjórnvöld i Rúanda segja hins vegar að hermennirnir hafi leyft öfgasinnuðum Hútúum að komast inn á þau svæði þar sem Tútsar héldu til. Bihozagara segir að aðgerin hafi miðað að því að vernda ódæðismennina, því þjóðarmorðin hafi haldið áfram. Niðurstöðu sérskipaða dómstólsins er að vænta innan hálfs árs. Franskur herréttur rannsakar nú einnig ásakanir á hendur frönskum hermönnum. Réttað hefur verið yfir höfuðpaurum Hútúanna fyrir sérstökum stríðsglæpadómstól í málefnum Rúanda sem starfar í Arusha í Tansaníu. 25 þeirra hafa verið sakfelldir síðan árið 1997, en stjórnvöld í Rúanda segja málareksturinn ganga of hægt.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Fimmtán á spítala eftir að tveggja hæða rúta keyrði á brú Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Sjá meira