Erlent

Hótaði þjálfara sonar síns

Wayne Derkotch ógnaði ruðningsþjálfara sonar síns með byssu þegar honum þótti sem sonur sinn, sem er 7 ára, fengi ekki að spila nægilega mikið með jafnöldrum sínum í kappleikjum.
Wayne Derkotch ógnaði ruðningsþjálfara sonar síns með byssu þegar honum þótti sem sonur sinn, sem er 7 ára, fengi ekki að spila nægilega mikið með jafnöldrum sínum í kappleikjum. MYND/AP

Fertugur Bandaríkjamaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist, vopnaður byssu, á ruðningsþjálfara sonar síns í Philadelphiu. Honum þótti sonur sinn ekki fá að spila nægilega mikið með í leik 6 og 7 ára drengja á sunnudaginn síðasta.

Mennirnir rifust og að lokum dró faðirinn upp byssu og ógnaði þjáfaranum. Engan sakaði og flúði faðirinn, Wayne Derkotch, af vettvangi áður en lögregla kom á staðinn. Hann var síðan handtekinn og ákærður.

Hegðun foreldra á íþróttakappleikjum barna sinna í Bandaríkjunum hefur vakið töluverða umræðu þar í landi síðustu misseri. Almennt er talið að fjölmargir foreldra séu óhóflega árásargjarnir gagnvart þjálfurum og foreldrum annarra barna telji þeir brotið á rétti eigin barna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×