Erlent

Berklafaraldur í Bergen

Borgin Bergen í Noregi.
Borgin Bergen í Noregi. MYND/Björgólfur

Vefsíða norska dagblaðsins Aftenposten skýrir frá því í dag að í borginni Bergen í Noregi gangi nú yfir versti berklafaraldur í rúm 50 ár. 23 ný tilfelli af berklum hafa verið skráð það sem af er ári og 44 smit hafa greinst. Þurfa smitberar stöðugt aðhald og þá einnig til þess að koma í veg fyrir að smitin breiðist út. Smitin hafa aðallega uppgötvast á meðal innflytjenda sem hafa þegar verið smitaðir við komuna til landsins en heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa ekki tekið eftir aukinni útbreiðslu annars staðar í landinu.

Áætlanir eru þó til um að allir innflytjendur og hælisleitendur fari í berklapróf við komuna til landsins, til þess að athuga hvort að þeir séu smitberar eða hafi jafnvel berkla. Norðmönnum stendur til boða bólusetning fyrir 16 ára aldur og er almennt talið að rúmlega 90% þeirra hafi þekkst boðið.

Á mánudaginn síðastliðinn var verkamaður er starfaði við Kárahnjúka fluttur til Akureyrar vegna gruns um berklasmit. Var hann settur í einangrun við komu sína þangað og er þar enn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×