Erlent

Grass sagður hafa farið í kringum dönsk lög

MYND/Getty Images

Svo virðist sem rithöfundurinn Güther Grass, fyrrverandi bókmenntaverðlaunahafi Nóbels, hafi fengið sérmeðferð hjá dönskum yfirvöldum því hann hefur fengið að leigja sumarhús í Danmörku í aldarfjórðung þrátt fyrir að bannað sé að selja útlendingum sumarhús í Danmörku. Formaður Félags fasteignasala í Danmörku segir að svo langur leigusamningur jafngildi kaupum á húsinu.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu danska ríkisútvarpsins er það Skóga- og umhverfisstofnun Danmerkur sem leigir Grass húsið með samþykki dómsmálaráðuneytisins og segir fulltrúi Danska þjóðarflokksins að svo virðist sem reynt hafi verið að fara í kringum lögin í þessu tilviki. Hann hefur nú lagt fram fyrirspurn til stofnanna tveggja og vill kanna hvort fleiri útlendingar hafi gert slíka samninga við danska ríkið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×