Erlent

Segjast hafa drepið andófsmenn sem undirbjuggu árás

MYND/AP

Bandaríkjaher greindi frá því í dag að hann hefði vegið 12 andófsmenn í borginni Ramadi í Vestur-Írak í gær. Herinn segir í tilkynningu að mennirnir hafi verið að koma fyrir sprengju í vegkanti í borginni svipaðri þeim sem notaðar hafa verið gegn herbílalestum undanfarin misseri og hafa kostað fjölmarga hermenn lífið. Ásamt því að drepa mennina sprengdu bandarískir hermenn upp vegsprengjuna. Engan almennan borgar mun hafa sakað í árásinni.

Uppreisnarmenn súnníta hafa látið mikið að sér kveða í Ramadi en þess má geta að 90 bandarískir hermenn hafa látist í októbermánuði í Írak sem er það mesta í einum mánuði á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×