Erlent

Japanar hafna kjarnorkuvopnum

Forsætisráðherra Japans ítrekaði í dag þá stefnu landsins að smíða ekki kjarnorkuvopn og leyfa þau ekki á japönsku landi. Vangaveltur hafa verið um að kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu leiði af sér vopnakapphlaup í Asíu.

Ummæli sem höfð voru eftir varnarmálaráðherra Japans í gær voru túlkuð á þann veg að hugsanlega yrði einhver breyting á stefnu landsins í kjarnorkumálum. Forsætisráðherrann hefur nú tekið af allan vafa í því efni og segir að málið verði ekki einu sinni til umræðu í ríkisstjórninni.

Japan er eina landið í heiminum sem orðið hefur fyrir kjarnorkuárás og allt sem tengist kjarnorku er þar mikið viðkvæmnismál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×