Erlent

Pútin hyggst halda völdum í Rússlandi

MYND/AP

Vladimir Pútin, forseti Rússlands, segist muni halda pólitískum áhrifum sínum í landinu, eftir að kjörtímabil hans rennur út árið 2008.

Forsetinn sagði í símaviðtali að hann myndi ekki breyta stjórnarskránni til þess að geta boðið sig fram til embættis í þriðja skipti.

Hann áskildi sér hinsvegar rétt til þess að tilnefna eftirmann sinn. Pútin nýtur svo mikilla vinsælda í Rússlandi, að tilnefndur erfðaprins hans er nær öruggur um sigur.

Forsetinn sagði að þótt hann gegndi ekki lengur embætti forseta vonaðist hans til þess að halda áfram trausti þjóðarinnar.

Með það vegarnesti gætu hann og þjóðin, í sameiningu, tryggt Rússlandi þróun í rétta átt, og bjarta framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×