Erlent

Haraldur krónprins hótaði að hefja óvígða sambúð með Sonju

Haraldur og Sonja
Haraldur og Sonja

Haraldur konungur Noregs verður sjötugur 21. febrúar næstkomandi og í tilefni af því hefur ævisaga hans verið skráð. Í henni kemur meðal annars fram að það vakti litla hrifningu hjá bæði hirðinni og þjóðinni þegar hann hóf samband sitt við Sonju Haraldsen.

Það þótti enganvegin viðeigandi að krónprins Noregs gengi að eiga almúgakonu. Settar voru fram dökkar spár um framtíð konungdæmisins ef af því yrði.

Andstaðan var svo mikil að Haraldur sagði að lokum við föður sinn, Ólaf konung, að ef hann fengi ekki samþykki hans og ríkisstjórnarinnar til þess að kvænast Sonju, myndu þau hefja óvígða sambúð.

Með því yrði Noregur án ríkisarfa. Konungur hikaði og ríkisstjórnin hikaði, en létu loks undan og trúlofunin var tilkynnt 19 mars 1968.

Og þjóðin snerist samstundis og tók almúgakonunni Sonju undir sína arma. Óhætt er að segja að þar hafi þjóðin ekki verið svikið, því Sonja ávann sér á skammri stundu ást og virðingu, sem hún hefur haldið æ síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×