Erlent

Suður-Kórea tekur þátt í refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu

Mótmælendur í Suður-Kóreu sem bera borða sem á standa skilaboð um að landið eigi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu.
Mótmælendur í Suður-Kóreu sem bera borða sem á standa skilaboð um að landið eigi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu. MYND/AP

Suður-Kórea tilkynnti í morgun að ríkisborgurum Norður-Kóreu, sem vinna við kjarnorkuáætlun landsins, verði ekki hleypt yfir landamæri ríkjanna.

Ákvörðun ráðamanna í Suður-Kóreu er tekin daginn eftir að stjórnvöld í Norður-Kóreu fullyrtu að samskipti milli ríkjanna tveggja myndu versna til muna ef Suður-Kórea tæki þátt í refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna.

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, gaf í skyn að leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-Il, væri að reyna að auka á ósætti þeirra fimm aðila sem ásamt Norður-Kóreu standa í Sexveldaviðræðunum svokölluðu. Hann lagði ennfremur áherslu á að Bandaríkin ætluðu að fara samningaleiðina í þessari deilu. Embættismenn í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum hafa hinsvegar ekki útlokað aðrar aðferðir til þess vinna Norður-Kóreu á sitt band.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×