Erlent

Mikil óánægja í Nígeríu vegna framferðis olíufyrirtækja í umhverfismálum

Olíuleki árið 2004 við ósa Níger. Gat kom á leiðslu í eigu Shell.
Olíuleki árið 2004 við ósa Níger. Gat kom á leiðslu í eigu Shell. MYND/REUTERS

Þorpsbúar sem réðust á olíuhreinsunarstöðar við ósa ánnar Níger í Nígeríu sættust á að yfirgefa þær eftir að hafa náð samningum um auknar bætur við vestrænu fyrirtækin sem eiga stöðvarnar.

Olíufyrirtækin Chevron og Shell, sem starfrækja þessar stöðvar, hafa tapað miklum fjármunum vegna ólgu á þessu svæði. Nýverið var sjö starfsmönnum Exxon Mobil á svæðinu rænt en þeim var síðan sleppt án þess að þeim hafi verið unnið mein. Ofbeldi á þessu svæði á rætur að rekja til gríðarlegrar fátæktar, spillingar og lögleysu. Margir saka líka olíufyrirtækin um að arðræna landið þar sem skemmdir á náttúrunni vegna starfsemi þeirra hafa verið miklar á sama tíma og bætur, þrátt fyrir miklar tekjur olíufyrirtækja, hafa verið nánast engar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×