Erlent

Rússar ætla hugsanlega að slaka á þvingunaraðgerðum gagnvart Georgíu

Vladimir Putin (t.v.) Rússlandsforseti tekur á móti Jaap de Hoop Scheffer (t.h.) aðalritara NATO í morgun.
Vladimir Putin (t.v.) Rússlandsforseti tekur á móti Jaap de Hoop Scheffer (t.h.) aðalritara NATO í morgun. MYND/AP

Aðalritari Norður-Atlantshafsbandalagsins, Jaap de Hoop Scheffer, gaf til kynna eftir fundahald í Moskvu í morgun að Rússar myndu slaka á þvingunum sem settar voru á Georgíu.

Þvinganir þessar voru settar á vegna ótta Rússa við að Georgíumenn myndu beita afli á þau héröð sem vilja sjálfstæði frá Georgíu. Scheffer sagði ennfremur að mikilvægt væri fyrir báða aðila að draga úr vígvæðingu og sýna stillingu og hófsemi í öllum ákvarðanatökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×