Erlent

Útlit fyrir að Hillary nái endurkjöri

Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmaður, meðal kjósenda í New York. Kosið verður til þings í Bandaríkjunum 7. nóvember nk.
Hillary Rodham Clinton, öldungadeildarþingmaður, meðal kjósenda í New York. Kosið verður til þings í Bandaríkjunum 7. nóvember nk. MYND/AP

Allt stefnir í að Hillary Rodham Clinton nái endurkjöri sem öldungadeildarþingmaður fyrir New York í næsta mánuði. Ástand mála mun gott í New York, hún vinsæl meðal flestra, jafnvel þeirra sem kusu hana ekki fyrir 6 árum. Kjósendur í New York segjast flestir ætla að kjósa hana í forsetakosningunum 2008 verði hún í kjöri.

Samkvæmt nýjustu könnunum er Hillary með 35% forskot á John Spencer, frambjóðanda Repúblíkana. Spencer er fyrrverandi borgarstjóri í Yonkers í New York. 65% íbúa í New York eru ánægð með Hillary samkvæmt þessari sömu könnunum.

Hillary mun hafa safnað um 35 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 2,3 milljarða íslenskra króna, til kosningabaráttunnar en Spencer er ekki náð að safna nema innan við 4 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 300 milljóna íslenskra króna, í kosningasjóð sinn. Þessu til viðbótar átti Hillary 16 milljónir bandaríkjadala í sjóð sínum fyrir og samanlagt hefur hún því haft úr jafnvirði tæplega 3,5 milljarða íslenskra króna að spila.

Hillary fagnar 59 ára afmælisdegi sínum í dag og heldur af því tilefni fjáröflunarveislu fyrir baráttu sína í komandi kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×