Saklaust fólk drepið 26. október 2006 18:45 Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum Atlantshafsbandalagsins á bækistöðvar talibana í Suður-Afganistan í vikunni. Talsmenn NATO saka talibana um skýla sér bak við saklaust fólk í bardögum en heimamenn segja þá á bak og burt. Kandahar-hérað í Suður-Afganistan er eitt af höfuðvígum talibana og því hafa ákafir bardagar geisað þar undanfarnar daga. Í fyrrinótt, á lokadegi föstumánaðarins Ramadan sem er helgur dagur í íslam, vörpuðu herþotur Atlantshafbandalagsins sprengjum á hús á svæðinu en allt bendir að þar hafi einungis hafst við óbreyttir borgarar, konur og börn í meirihluta. Afganska innanríkisráðuneytið segir að í það minnsta fjörtíu hafi látið lífið en öldungar í héraðinu staðhæfa að tvöfalt fleiri hafi látist. Talsmaður alþjóðlega friðargæsluliðsins segir að málið sé í rannsókn og ásakanirnar séu teknar alvarlega. Breska ríkissútvarpið hefur eftir einum af talsmönnum NATO að talibanar beri sjálfir ábyrgð á mannfallinu þar sem þeir skýli sér í bardögum á bak við saklaust fólk. Það kemur hins vegar ekki heim og saman við framburð heimamanna sem segja talibana á bak og burt úr héraðinu. Harmleikurinn í vikunni sýnir hversu slæmt ástandið í Afganistan er orðið. 3.000 manns hafa látist í átökum í landinu þessa fyrstu tíu mánuði ársins, fleiri en á nokkru öðru ári frá því að ráðist var inn í landið haustið 2001. Til að bæta gráu ofan á svart ríkir mikil reiði á meðal Afgana eftir að þýska blaðið Bild birti í gær myndir af þýskum friðargæsluliðum að leika sér með hauskúpu. Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því í dag að búið væri að bera kennsl á mennina og þeim yrði refsað en hvort það dugar til að draga úr reiðinni á eftir að koma í ljós. Erlent Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum Atlantshafsbandalagsins á bækistöðvar talibana í Suður-Afganistan í vikunni. Talsmenn NATO saka talibana um skýla sér bak við saklaust fólk í bardögum en heimamenn segja þá á bak og burt. Kandahar-hérað í Suður-Afganistan er eitt af höfuðvígum talibana og því hafa ákafir bardagar geisað þar undanfarnar daga. Í fyrrinótt, á lokadegi föstumánaðarins Ramadan sem er helgur dagur í íslam, vörpuðu herþotur Atlantshafbandalagsins sprengjum á hús á svæðinu en allt bendir að þar hafi einungis hafst við óbreyttir borgarar, konur og börn í meirihluta. Afganska innanríkisráðuneytið segir að í það minnsta fjörtíu hafi látið lífið en öldungar í héraðinu staðhæfa að tvöfalt fleiri hafi látist. Talsmaður alþjóðlega friðargæsluliðsins segir að málið sé í rannsókn og ásakanirnar séu teknar alvarlega. Breska ríkissútvarpið hefur eftir einum af talsmönnum NATO að talibanar beri sjálfir ábyrgð á mannfallinu þar sem þeir skýli sér í bardögum á bak við saklaust fólk. Það kemur hins vegar ekki heim og saman við framburð heimamanna sem segja talibana á bak og burt úr héraðinu. Harmleikurinn í vikunni sýnir hversu slæmt ástandið í Afganistan er orðið. 3.000 manns hafa látist í átökum í landinu þessa fyrstu tíu mánuði ársins, fleiri en á nokkru öðru ári frá því að ráðist var inn í landið haustið 2001. Til að bæta gráu ofan á svart ríkir mikil reiði á meðal Afgana eftir að þýska blaðið Bild birti í gær myndir af þýskum friðargæsluliðum að leika sér með hauskúpu. Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því í dag að búið væri að bera kennsl á mennina og þeim yrði refsað en hvort það dugar til að draga úr reiðinni á eftir að koma í ljós.
Erlent Fréttir Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna