Erlent

4 slökkviliðsmenn týndu lífi í Palm Springs

Hús sem varð eldunum að bráð.
Hús sem varð eldunum að bráð. MYND/AP

Fjórir slökkviliðsmenn týndu lífi og einn brenndist illa þar sem þeir börðust við kjarrelda nærri Palm Springs í Bandaríkjunum í dag. Talið er að eldarnir logi nú á 4.000 hektara svæði og grunur leikur á að um íkveikju sé að ræða. 700 íbúum í nærliggjandi þorpum hefur verið fyrirskipað að flytja frá heimilum sínum. Sumir hafa þurft að fara að heiman án nokkurs fyrirvara og þurft að skilja eftir eigur og gæludýr.

Á bilinu 400 til 1.000 manns sitja fastir á svæði þar sem fólk á húsbílum staldrar við á ferðum sínum. Slökkviliðsmönnum hefur ekki tekist að koma því fólki af hættusvæði. Líklegt er þó talið að það takist.

Eldarnir blossuðu upp fyrir um 12 klukkustundum á svæði 145 km austur af Los Angeles og 27 km norð-vestur af Palm Springs.

Um það bil 1.000 slökkviliðsmenn berjast nú við eldana og leið og heitir vindar fara um svæðið og gera starf þeirra erfiðara en ella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×