Erlent

Fjórir slökkviliðsmenn fórust í skógareldum í Bandaríkjunum

Slökkviliðsmenn búa sig undir að takast á við eldhafið í Kaliforníu í gærkvöldi.
Slökkviliðsmenn búa sig undir að takast á við eldhafið í Kaliforníu í gærkvöldi. MYND/AP

Skógareldur hefur orðið fjórum slökkviliðsmönnum að bana og neytt hundruð manna til þess að flýja heimili sín.

Eldurinn, sem er í námunda við Palm Springs í Kaliforníu í Bandaríkjunum, var kveiktur af ásettu ráði og á ódæðismaðurinn morðákæru yfir höfði sér, ef hann næst. Yfirvöld hafa sett 100 þúsund dollara, sem svarar til tæplega sjö milljóna íslenskra króna, honum til höfuðs. Mikill vindur á svæðinu hefur það torveldað slökkvistarf, og breitt mjög úr eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×