Erlent

Serbar að innlima Kosovo-hérað í nýrri stjórnarskrá

Um næstu helgi munu Serbar kjósa um nýja stjórnarskrá sem er ætlað að innlima Kosovo-hérað, þrátt fyrir viðræður við Sameinuðu þjóðirnar varðandi hugsanlega framtíð héraðsins.

Allir helstu stjórnmála- og trúarleiðtogar í Serbíu hafa sameinast um að hvetja Serba til þess að segja já við nýju stjórnarskránni. Gagnrýnendur segja að hin nýja stjórnarskrá sé ætluð til þess að styrkja tangarhald Serba á Kosovo, sem Serbar telja órjúfanlegan hluta landsins. Ef stjórnarskráin verður samþykkt, en til þess þarf meirihluti kjósenda að segja já, verður ólöglegt fyrir Kosovo að lýsa yfir sjálfstæði sínu, óháð því hvað mun koma út úr viðræðunum við Sameinuðu þjóðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×