Erlent

Vill vernda hjónabandið fyrir samkynhneigðum

Bush í góðgerðarkvöldverðarboði þar sem hann sagði að hjónabandið væri heilög stofnun sem yrði að vernda.
Bush í góðgerðarkvöldverðarboði þar sem hann sagði að hjónabandið væri heilög stofnun sem yrði að vernda. MYND/AP

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, ætlar sér að nota úrskurð dómara í New Jersey í Bandaríkjunum um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra til þess að koma íhaldssömum kjósendum til þess að kjósa í kosningum til öldungadeildar þingsins, sem fara fram 7. nóvember næstkomandi.

Bandaríska dagblaðið The New York Times greinir frá þessu á vefsíðu sinni í morgun. Í kosningunum til forseta og öldungadeildar þingsins sem fóru fram árið 2004 notuðu Repúblikanar þessa sömu aðferð til þess að koma kjósendum á kjörstað. Bush sagði í ræðu í góðgerðarkvöldverðarboði í gærkvöldi að "hjónaband er heilög stofnun... sem verður að vernda". Demókratar segjast hins vegar hafa litlar áhyggjur af málinu þar sem þeir segja að það hvort samkynhneigðir eigi rétt á því að gifta sig eður ei breyti litlu fyrir amerískt þjóðfélag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×