Deilt um hvort öll hlerunargögn séu birt 27. október 2006 12:30 Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. Ólafur Ásgeirsson þjóskjalavörður fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að um væri að ræða öll þau skjöl sem safninu hefðu borist sem hafa með að gera dómsmál um hleranir á kaldstríðsárunum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður heldur því hins vegar fram í Fréttablaðinu í dag að ekki sé veittur aðgangur að öllum þeim hleurnargögnum sem Þjóðskjalasafninu hafi verið send til varðveislu. Ragnar tiltekur sérstaklega hlerunargögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fyrir fáeinum vikum sem nái til ársins 1973. Þjóðskjalavörður sagðist ekki muna eftir því að safnið hefði tekið við yngri skjölum þegar hann ræddi við fréttamann NFS í morgun. Meðal þeirra skjala sem sem almenningur hefur nú fengið aðgang að eru afrit af átján skjölum sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur óskaði eftir að fá aðgang að á sínum tíma en fékk ekki. Það má kalla þessi skjöl undarlega lesningu og fyrir þá sem ekki kynntust þeim anda sem yfir sveif á tímum kalda stríðsins, hreint ótrúleg. Þarna er til að mynda að finna bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytingu frá árinu 1951 sem sent var sakadómaranum í Reykajvík. Þar segir að eftir því sem ráða megi af ummælum dagblaðsins Þjóðviljans undanfarna daga, svo og ýmsu öðru, þyki líklegt að að kommúnistar hafi í hyggju að stofna til óspekta í sambandi við væntanlega komu Dwights Eisenhower, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, til landsins. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að reynt verði til hins ítrasta að upplýsa á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta er fyrirhuguð og beinir því til sakadómarans hvort ekki sé tiltækilegt að láta hlusta á símanúmer forráðmanna Þjóðviljans og annarra þeirra manna sem líklegt er að standi að þessu. Í frumriti fylgja svo með þau símanúmer sem til mála koma en þau hafa verið máð af þeim göngum sem Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni skjalasafn.is og eru öllum opin. Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira
Þjóðskjalasafnið hefur opinberað á Netinu gögn í vörslu safnsins um hleranir á kaldastríðsárunum. Menn eru þó ekki á einu máli um hvort þær 70 blaðsíður sem hafa verið birtar séu allt það sem safninu hefur borist um hleranir á vegum hins opinbera. Ólafur Ásgeirsson þjóskjalavörður fullyrti í samtali við fréttastofu í morgun að um væri að ræða öll þau skjöl sem safninu hefðu borist sem hafa með að gera dómsmál um hleranir á kaldstríðsárunum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarréttarlögmaður heldur því hins vegar fram í Fréttablaðinu í dag að ekki sé veittur aðgangur að öllum þeim hleurnargögnum sem Þjóðskjalasafninu hafi verið send til varðveislu. Ragnar tiltekur sérstaklega hlerunargögn sem dómsmálaráðuneytið sendi fyrir fáeinum vikum sem nái til ársins 1973. Þjóðskjalavörður sagðist ekki muna eftir því að safnið hefði tekið við yngri skjölum þegar hann ræddi við fréttamann NFS í morgun. Meðal þeirra skjala sem sem almenningur hefur nú fengið aðgang að eru afrit af átján skjölum sem Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur óskaði eftir að fá aðgang að á sínum tíma en fékk ekki. Það má kalla þessi skjöl undarlega lesningu og fyrir þá sem ekki kynntust þeim anda sem yfir sveif á tímum kalda stríðsins, hreint ótrúleg. Þarna er til að mynda að finna bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytingu frá árinu 1951 sem sent var sakadómaranum í Reykajvík. Þar segir að eftir því sem ráða megi af ummælum dagblaðsins Þjóðviljans undanfarna daga, svo og ýmsu öðru, þyki líklegt að að kommúnistar hafi í hyggju að stofna til óspekta í sambandi við væntanlega komu Dwights Eisenhower, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, til landsins. Ráðuneytið leggur ríka áherslu á að reynt verði til hins ítrasta að upplýsa á hvern hátt framkvæmd þessara óspekta er fyrirhuguð og beinir því til sakadómarans hvort ekki sé tiltækilegt að láta hlusta á símanúmer forráðmanna Þjóðviljans og annarra þeirra manna sem líklegt er að standi að þessu. Í frumriti fylgja svo með þau símanúmer sem til mála koma en þau hafa verið máð af þeim göngum sem Þjóðskjalasafnið birtir á vefsíðunni skjalasafn.is og eru öllum opin.
Fréttir Hleranir á kaldastríðsárunum Innlent Stj.mál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Sjá meira