Erlent

Allar fóstureyðingar bannaðar

Lög sem banna allar fóstureyðingar hafa verið sett í Níkvaraga. Engu skiptir þótt kona hafi verið fórnarlamb nauðgunar, eða hvort líf hennar sjálfrar er í hættu af barnsburði.

Læknar sem framkvæma fóstureyðingar í slíkum tilfellum eiga yfir höfði sér fjögurra til átta ára fangelsisdóm, og sömu sögu er að segja um konurnar sem fá fóstri eyttt. Kaþólska kirkjan, sem er mjög valdamikil í Níkvaragva barðist hart fyrir þessum lögum.

Stjórnmálamenn bæði til hægri og vinstri samþykktu lögin. Sú skýring er gefin að þingmenn hafi viljað tryggja sér stuðning kaþólsku kirkjunnar fyrir forsetakosningar sem fram fara 5. nóvember.

Meðal þeirra sem samþykktu frumvarpið var Daniel Ortega, sem stjórnaði byltingu Sandinista, í Níkvaraga árið 1979. Hann er einn þeirra sem býður sig fram í forsetakosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×