Dönsk yfirvöld hafa látið lausa tvo af sjö ungum múslimum sem voru handteknir í Óðinsvéum í september síðasliðnum. Þeir eru grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverk í Danmörku.
Lögreglan segir að mennirnir tveir séu enn grunaðir um aðild að samsæri, en þeim hafi verið sleppt vegna þess að úr þessu geti þeir ekki skemmt nein sönnunargögn. Lögreglan segir ennfremur að hinir fimm muni sitja áfram í fangelsi þartil ákærur verði lagðar fram á hendur þeim.