Erlent

Úranvinnsla á öðru stigi

Íranar hafa hafið annars stigs auðgun á úrani en slík vinnsla er talin færa þá nær því að geta búið til kjarnorkusprengju. Þarlendar fréttastofur herma að úrangasi hafi verið dælt í skilvindur í Natanz-kjarnorkuverinu til að bæta kjarnakleyfni efnisins, sem er forsenda þess að koma af stað kjarnorkusprengingu. Bush Bandaríkjaforseti sagði í yfirlýsingu í dag að hvort sem fréttirnar væru sannar eða ekki, væri með engu móti hægt að sætta sig við að Íranar kæmu sér upp kjarnavopnum. Íranar sitja hins vegar við sinn keip og segja vinnsluna einungis í friðsamlegum tilgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×