Vilja leyfa 30 grömm af maríjúana til einkaneyslu 27. október 2006 23:00 MYND/Reuters Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum. Það er 7. nóvember nk. sem íbúar í Nevada ganga að kjörborðinu og greita atkvæði um tillöguna sem felur í sér að leitt verði í lög að það varði ekki refsingu að eiga maríjúana til eigin neyslu upp á tæpum 30 grömmum. Hægt verður að kaupa það í sérstökum verslunum sem reknar verða af ríkinu. Salan verður skattlögð og skatttekjurnar lagðar til reksturs meðferðarheimila. Fram kemur á fréttavef CNN að stuðningsmenn tillögunnar telja að lögregla og dómstólar eyði of miklum tíma og peningum í að eltast við fólk sem hefur orðið sér úti um lítilræði af fíkniefnum og fyrir vikið sleppi glæpamenn sem hafi framið alvarlegri afbrot undan löngum armi laganna. Með því að leyfa maríjúana með skilyrðum og eftirliti verði þeir sem selji það nú atvinnulausir, eins og það er orðað, og þar með geti lögregla snúið sér að rannsókn alvarlegra ofbeldisglæpa og sölu og neyslu harðari efna. Alaska er eina ríkið þar sem það er refsilaust að eiga maríjúana til einkaneyslu. Nokkur ríki til viðbótar hafa sett væga refsingu við maríjúana eign teljist um lítilræði að tefla. 11 ríki leyfa notkun efnisins samkvæmt læknisráði, meðal annars vegna Alzheimers. Fyrir fjórum árum voru flestir kjósendur í Nevada andvígir tillögu um að leyfa fólki að eiga allt að 90 grömm af maríjúana til einkaneyslu. 86 þúsund kjósendur skráðu sig á lista til að fá það fram að nýja tillagan yrði lögð fyrir kjósendur. Skoðanakönnun frá því í haust sýni að 51% kjósenda voru þá andvígir tillögunni, 42% studdu hana og 7% kjósenda voru óvissir um hvernig þeir ætluðu að greiða atkvæði. Svipuð tillaga og er til umræðu í Nevalda nú verður innan tíðar lögð fyrir kjósendur í Colorado. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Íbúar í Nevada-ríki í Bandaríkjunum greiða atkvæði um það í næsta mánuði hvort leyfa eigi fólki sem hefur náð 21. árs aldri að eiga allt að tæpum 30 grömmum af maríjúana og geyma það á eigin heimili. Sem stendur er Alaska eina ríkið í Bandaríkjunum sem refsar ekki þeim sem hafa maríjúana til eigin neyslu undir höndum. Það er 7. nóvember nk. sem íbúar í Nevada ganga að kjörborðinu og greita atkvæði um tillöguna sem felur í sér að leitt verði í lög að það varði ekki refsingu að eiga maríjúana til eigin neyslu upp á tæpum 30 grömmum. Hægt verður að kaupa það í sérstökum verslunum sem reknar verða af ríkinu. Salan verður skattlögð og skatttekjurnar lagðar til reksturs meðferðarheimila. Fram kemur á fréttavef CNN að stuðningsmenn tillögunnar telja að lögregla og dómstólar eyði of miklum tíma og peningum í að eltast við fólk sem hefur orðið sér úti um lítilræði af fíkniefnum og fyrir vikið sleppi glæpamenn sem hafi framið alvarlegri afbrot undan löngum armi laganna. Með því að leyfa maríjúana með skilyrðum og eftirliti verði þeir sem selji það nú atvinnulausir, eins og það er orðað, og þar með geti lögregla snúið sér að rannsókn alvarlegra ofbeldisglæpa og sölu og neyslu harðari efna. Alaska er eina ríkið þar sem það er refsilaust að eiga maríjúana til einkaneyslu. Nokkur ríki til viðbótar hafa sett væga refsingu við maríjúana eign teljist um lítilræði að tefla. 11 ríki leyfa notkun efnisins samkvæmt læknisráði, meðal annars vegna Alzheimers. Fyrir fjórum árum voru flestir kjósendur í Nevada andvígir tillögu um að leyfa fólki að eiga allt að 90 grömm af maríjúana til einkaneyslu. 86 þúsund kjósendur skráðu sig á lista til að fá það fram að nýja tillagan yrði lögð fyrir kjósendur. Skoðanakönnun frá því í haust sýni að 51% kjósenda voru þá andvígir tillögunni, 42% studdu hana og 7% kjósenda voru óvissir um hvernig þeir ætluðu að greiða atkvæði. Svipuð tillaga og er til umræðu í Nevalda nú verður innan tíðar lögð fyrir kjósendur í Colorado.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira