Minnst 7 týndu lífi þegar súrefniskútur sprakk í Tiblisi, höfuðborg Georgíu í dag. Sprengingin varð á áfyllingarstöði Isani-Samgori hverfi. Byggingin, þar sem fyllt var á súrefniskúta, hrundi. Björgunarmenn eru enn að störfum í rústunum og óttast að fleiri eigi eftir að finnast látnir þar.
Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, að rúður brotnuðu í nærliggjandi húsum þegar sprengingin varð og brak þeyttist yfir nágrennið. Talsmaður slökkviliðsins í Tiblisi segir að kúturinn sem sprakk hafi verið af þeirri gerð sem notuð er til logsuðu.
Fyrrverandi starfsmaður áfyllingarstöðvarinnar sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að líklegast væri slökum öryggisstöðlum um að kenna. Reglum hafi ekki verið fylgt og þegar svo sé virki súrefniskútur sem sprengja.