Erlent

Verðlaunum heiti fyrir upplýsingar um brennuvarga

Yfirvöld í Suður-Kaliforníu hafa boðið jafnvirði tæpra 35 milljóna íslenskra króna fyrir upplýsingar sem leitt geta til handtöku þeirra sem grunaðir eru um að hafa kveikt kjarr- og skógarelda sem loga í ríkinu. Fjórir slökkviliðsmenn hafa týnt lífi í baráttunni við eldana og sá fimmti liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi.

Eldarnir loga nú um 145 kílómetra austur af Los Angeles. 700 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×