Erlent

Útlit fyrir að Gilad Shalit fái frelsi

Ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan snemma síðasta sumar.
Ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit, sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan snemma síðasta sumar. MYND/AP

Útlit er fyrir að Gilad Shalit, ísraelski hermaðurinn sem herskáir Palestínumenn rændu í sumar, verði látinn laus á næstu dögum. Í yfirlýsingu mannræningunum segir að tillaga Egypta hafi verið samþykkt.´

Þar er gert ráð fyrir lausn hermannsins í skiptum fyrir ótilgreindan fjölda palestínskra fanga í Ísrael. Niðurstaðan er sögð ráðast af viðbrögðum Ísraela sem hafa enn ekki tjáð sig um málið.

Ránið á Shalit varð kveikjan að átökum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-svæðinu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×