Erlent

5000 egypskir öryggissveitarmenn fluttir að landamærunum að Gaza

Göngin sem Ísraelar hyggjast sprengja
Göngin sem Ísraelar hyggjast sprengja

Egyptar flutti í kvöld rúmlega fimm þúsund öryggissveitarmenn að landamærunum að Gaza-svæðinu. Þetta var gert eftir að fréttir bárust af því að svo gæti farið að Ísraelar sprengdu göng sem notuð væru til að smygla vopnum inn á palestínskt landsvæði. Egyptar munu einnig hafa gripið til þessara liðsflutninga af ótta við að herskáir Palestínumenn myndi brjóta sér leið í gegnum landamæravegg milli Gaza-svæðisins og Egyptalands. Fyrir voru aðeins 750 landamæraverðir.

Ísraelska dagblaðið Maariv greindi frá því í gær að sprengjum yrði skotið niður í jörðina til að eyðileggja göng sem Ísraelar segja ótalmörg á svæðinu. Landamæraveggurinn er um 14 km langur og um það bil 100 metra breiður.

Ísraelsher hefur ekki viljað tjá sig um frétt blaðsins. Talsmaður hersins sagði þó í dag að Egyptum yrði gerð grein fyrir aðgerðum fyrirfram ef eitthvað yrði gert.

Egypsk yfirvöld telja að aðgerðir Ísraela gætu ógnað um 20 þúsund almennum borgurum sem búa nærri landamærunum.

Egypska lögreglan lagði nýlega hald á tölvuert af sjálfvirkum byssum og skotfærum sem flytja átti yfir landamæri. Auk þess fann Ísraelsher 15 göng á svæðinu í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×