Erlent

31 bíður bana og um 50 óbreyttir borgarar særast í sprenginu í Írak í morgun

Torgið í Sadr hverfi Bagdad þar sem sprengjan sprakk.
Torgið í Sadr hverfi Bagdad þar sem sprengjan sprakk. MYND/AP

Sprengja sprakk í Sadr hverfi Bagdad í morgun. Talið er að allt að 29 manns hafi látið lífið og um 60 hafi særst samkvæmt upplýsingum frá íraska innanríkisráðuneytinu.

Sprengjan sprakk á torgi þar sem verkamenn safnast saman snemma morguns til þess að leita sér að vinnu. Sadr-hverfið í Bagdad er talið athvarf Mahdi vígamanna en þeir lúta stjórn klerksins Muqtada al-Sadr. Ekki er vitað hvort var um að ræða sjálfsvígsárás eða hvort að sprengjunni hafi verið komið fyrir áður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×