Erlent

Lokaumferð forsetakosninga í Kongó var haldin í gær

Kjósendur í höfuðborg Kongó, Kinshasa, ganga fram hjá kjörstað í gær.
Kjósendur í höfuðborg Kongó, Kinshasa, ganga fram hjá kjörstað í gær. MYND/AP

Lokaumferð forsetakosninga í Kongó var haldin í gær. Mikil spenna var í loftinu vegna hugsanlegra átaka milli stuðningsmanna frambjóðendanna, Joseph Kabila og Jean-Pierre Bemba, en kosningarnar marka endalok fjögurra ára ferlis sem á að leiða til lýðræðislegrar stjórnar.

Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í átökum stuðningsmanna Bemba og lögreglu en báðir frambjóðendur hafa sagst ætla að una úrslitum kosninganna. Búist er við því að Kabila beri sigur af hólmi.

Þetta eru fyrstu frjálsu kosningarnar í landinu síðan kosið var um sjálfstæði landsins árið 1960 og binda stjórnmálaskýrendur miklar vonir við að þessar kosningar muni leiða til friðsamlegra ástands í mið-Afríku. Ef kosningarnar endi í ofbeldi er hætt við því að ástandið breiðist út til nágrannaríkja Kongó, en á meðal þeirra eru Rúanda, Búrúndí og Úganda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×