Erlent

Höfða mál vegna síðari heimsstyrjaldarinnar

Yfir 100 þúsund manns fórust í eldsprengjuárásinni á Tokyo
Yfir 100 þúsund manns fórust í eldsprengjuárásinni á Tokyo

Á annað hundrað Japanar ætla að höfða mál á hendur ríkisstjórn landsins fyrir að hefja þáttöku í síðari heimsstyrjöldinni, og hætta ekki nógu snemma.

Meðal þeirra sem höfða mál eru nokkrir þeirra sem brenndust illa þegar bandarískar sprengjuflugvélar gerðu árás á Tokyo, með íkveikjusprengjum í mars árið 1945. Mikill hluti húsa í borginni var úr tré, og af varð gríðarlegt eldhaf, sem kostaði um 100 þúsund manns lífið.

Aðallögfræðingur málshöfðenda segir að ríkisstjórnin hafi hafið innrásarstríð, og þegar að eldsprengjunum kom hafi verið nokkuð ljóst að stríðið var tapað. Ef hún hefði stöðvað stríðið fyrr, hefði hvorki komið til eldsprengjuárásarinnar né kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

Málshöfðendur krefjast sex milljóna króna í bætur, hver,og afsökunarbeiðni frá ríkisstjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×