Erlent

Vilja að múslimaklerkur dragi sig í hlé

Hart er lagt að áströlskum múslimaklerki að segja af sér, eftir að hann lýsti því yfir í predikun að fáklæddar konur væru að biðja um að þeim væri nauðgað.

Hamid Hilaly, sem er egypskur að uppruna, hefur áður vakið reiði Ástrala, meðal annars með því að segja að hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin hafi verið Guðs verk. Nokkrir ástralskir stjórnmálamenn vilja reka hann úr landi, eftir þessi síðustu ummæli.

Margir aðrir leiðtogar múslima eru sammála um að það væri best fyrir alla ef Hilaly drægi sig í hlé, enda valdi hann aðeins ósætti og deilum. Hilaly hefur raunar dregið aðeins í land og segir að ummæli sín hafi verið tekin úr samhengi og mistúlkuð, en það hefur ekki dugað til þess að lægja öldurnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×