Erlent

Írakar þurfa 100 milljarða dollara vegna uppbyggingarstarfs

Alls er talið að Írakar eigi eftir að þurfa á um 100 milljarða dollara, sem samsvarar um 6.840 milljörðum íslenskra króna, að halda næstu fjögur til fimm árin til þess að endurbyggja innviði stjórnkerfisins.

Þetta kom fram á fréttamannafundi sem upplýsingafulltrúi íraksstjórnar hélt í Kúveit í morgun. Um þessar mundir stendur yfir fundur í Kúveit varðandi uppbyggingarstarf í Írak og sitja hann Sameinuðu þjóðirnar og ríki sem ætla að styðja uppbyggingarstarfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×